Innlent

Fleiri mál í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. Mynd úr safni
Karlmaður á áttræðisaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku í mars síðastliðnum. Rúmur mánuður leið frá því að stúlkan greindi lögreglu frá meintu broti þar til að hún var færð í Barnahús til skýrslutöku.

Í millitíðinni var stúlkan ítrekað yfirheyrð um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir hennar lét hana segja frá því sem gerst hafði. Héraðsdómur taldi þessa málsmeðferð rýra sönnunargildi frásagnar stúlkunnar.

Forstjóri Barnaverndarstofu gagnrýndi vinnubrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum á sínum tíma og sagði þau ekki í samræmi við verklagsreglur.

Nítján konur í Vestmannaeyjum kærðu manninn í kjölfar kæru stúlkunnar, en mál þeirra voru fyrnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×