Innlent

Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust

Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands, sátu ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun þar sem formlegar aðildarviðræður Íslendinga hófust. Samningar um aðild snúast um 35 kafla. Í morgun voru fjóra kaflar í viðræðunum þeirra opnaðir og umræðunum um tvo þeirra lokið.

„Við erum tilbúin til þess að fara í og takast á við þessa erfiðustu kafla. Það er nauðsynlegt að fá þá sem fremst í ferlið finnst mér vegna þess að það er auðvitað þar sem átökin verða," segir Össur. Íslendingar verði erfiðir þegar kemur að sjávarútvegsmálum.

Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir alla gera sér grein fyrir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust viðureignar. „Það er umbótaferli í gangi á sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og ég sé að þetta er ekki bara áskorun fyrir Íslendinga heldur líka áskorun fyrir Evrópusambandið," segir Stefan.


Tengdar fréttir

Aðildarviðræður við ESB hafnar

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×