Erlent

Vilja handtaka Gaddafí

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu. Gaddafí er sakaður um glæpi gegn mannkyni og er hann grunaður um að hafa fyrirskipað árásir á óbreytta borgara á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því uppreisn gegn honum hófst. Dómstóllinn gaf einnig út handtökuskipanir á tvo nánustu samstarfsmenn Gaddafís, son hans Saif al-Islam og yfirmann leyniþjónustunnar, Abdullah al-Sanussi.

Á heimasíðu BBC er sagt að þúsundir hafi nú þegar látist í átökunum í landinu að því talið sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×