Íslenski boltinn

Pétur Georg Markan vantar leikskilning

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óvíst er hvað Pétri Markan finnst um álit þjálfarans, Leifs Garðarssonar, á sér.
Óvíst er hvað Pétri Markan finnst um álit þjálfarans, Leifs Garðarssonar, á sér.
Í excel-skjali sem Vísir hefur undir höndum má finna stöðumat leikmanna Víkings í Pepsi-deildinni. Matið er gert af þjálfaranum, Leifi Garðarssyni, og var fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins.

Þar segir meðal annars að Pétur Georg Markan vanti leikskilning en hann búi yfir ógnarhraða og komi sér í markfæri.

Leifur þjálfari setur leikmenn í flokka frá A til D en í síðasta flokknum eru menn sem eru meiddir eða ekki að æfa mikið. Víkingur er með fimm lykilmenn að mati Leifs þjálfara.

Mikill órói hefur verið innan Víkings síðan skjalið lak út en Víkingar segjast hafa jarðað málið innan sinna raða. Samkvæmt heimildum Vísis er það ekki fullkomlega rétt og er enn talsverður kurr innan félagsins og í leikmannahópnum vegna málsins.

Ítarlega er fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×