Erlent

Skaut mann á Black Swan út af háværu poppáti

Natalie Portman í hlutverki sínu í kvikmyndinni Black Swan.
Natalie Portman í hlutverki sínu í kvikmyndinni Black Swan.
Lögreglan í Lettlandi handtók 27 ára gamlan mann á laugardaginn eftir að hann skaut áhorfanda á kvikmyndinni Black Swan. Samkvæmt The Daily Telegraph þá var skotmaðurinn að horfa á kvikmyndina, sem hefur verið tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna, þegar atburðurinn átti sér stað.

Svo virðist sem skotmanninum hafi mislíkað það hvernig fórnarlambinu, sem var 42 ára gamall karlmaður, borðaði poppið sitt.

Samkvæmt vitnum í bíósalnum reifst skotmaðurinn í fórnarlambinu vegna þess hversu hávært poppmaulið hans var og endaði það með því að maðurinn skaut hann til bana í lok kvikmyndarinnar.

Morðið átti sér stað í höfuðborg Lettlands, Riga. Myndin Black Swan er sálfræðitryllir um balletdansara sem missir vitið hægt og rólega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×