Erlent

Neyðarástand eftir öflugan jarðskjálfta á Nýja Sjálandi

Að minnsta kosti 65 fórust í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina um hádegisbilið að staðartíma eða um miðnættið að okkar tíma.

Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richter og upptök hans voru í um 10 km fjarlægð frá borginni. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á svæðinu en þúsundir manna leita nú í rústunum að ættingjum og vinum.

Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka verulega þegar líður á daginn. Fjöldi húsa er hruninn og meðal annars fórst fjöldi fólks þegar hús hrundi á tvo strætisvagna. Þá hrundi dómskirkja borgarinnar.

Síðasta haust urðu miklar skemmdir í borginni Christchruch er jarðskjálfti upp á 7 stig á Richter reið yfir hana en ekkert manntjón varð af völdum þess skjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×