Innlent

Hreyfingin leggur fram tillögu um þjóðaratkvæði

Þingmenn Hreyfingarinnar. Þór Saari hyggst leggja fram breytingartillögu við Icesavefrumvarpið á fundi fjárlaganefndar í dag.
Þingmenn Hreyfingarinnar. Þór Saari hyggst leggja fram breytingartillögu við Icesavefrumvarpið á fundi fjárlaganefndar í dag.
Fulltrúi Hreyfingarinnar í fjárlaganefnd hyggst leggja fram á fundi nefndarinnar síðar dag tillögu um að verði Icesavefrumvarpið samþykkt á Alþingi öðlist lögin ekki gildi fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingmenn Hreyfingarinnar munu aldrei samþykkja að skuldir einkabanka verði ríkisvæddar líkt og fyrirliggjandi frumvarp um Icesave samninganna felur í sér,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum.

Þingmennirnir telja að láti almenningur ekki til sína taka og fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave sé útlit fyrir að frumvarpið verði að lögum í þessari viku. „Að öllum líkindum verður málið tekið út úr fjárlaganefnd á fundi nefndarinnar að loknum þingfundi í dag og 3. umræða kláruð með atkvæðagreiðslu á morgun.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×