Innlent

Olíuleki: Hreinsun lauk á miðnætti

MYND/Vilhelm

Slökkviliðsmenn og starfsmenn Olíudreifingar luku hreinsunarstarfi við Olíubryggjuna í Örfyrisey í Reykjavík um miðnætti, en talið er að umþaðbil tvö þúsund lítar af svartolíu hafi lekið þar í sjóinn þegar verið var að dæla olíu um borð í togarann Eldborgu.

Fjölmennt lið starfsmanna Olíudreifingar og slökkviliðsins vann saman að hreinsuninni, með tilheyrandi tækjabúnaði og er talið að öll olía, sem á annað borð er hægt að hreinsa upp , hafi náðst og að umhverfinu stafi ekki hætta af þessu atviki. Fréttastofunni er ekki kunnugt um orsakir lekans.






Tengdar fréttir

Fjölmiðlum meinað að fylgjast með hreinsunaraðgerðum

Einn slökkviliðsbíll og allnokkrir starfsmenn slökkviliðsins vinna að því að koma upp flotgirðingum í sjónum við Örfirisey, en á bilinu fimmhundruð til þrjúþúsund lítrar af svartolíu láku ofan í sjóinn úr skipinu um klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð.

Mengunarslys við Örfirisey

Svartolía lak ofan í Reykjavíkurhöfn við Örfirisey fyrir um klukkustund síðan. Varðstjóri slökkviliðsins segir allt að þrjú þúsund lítra af olíu geta hafa lekið ofan í sjóinn, en ekki er vitað um nákvæmt magn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×