Innlent

Mikið fannfergi í borginni: Ökumenn beðnir um að sýna þolinmæði

Mynd/María Worms
Mikið snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt og beinir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þeim tilmælum til ökumanna að þeir sýni sérstaka tillitsemi og þolinmæði nú í morgunumferðinni. Þungfært er á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Björgunarsveitir voru ræstar út til aðstoðar ökumönnum í nótt og hafa björgunarsveitir og lögregla aðstoðað fjölda ökumann sem voru fastir vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið í alla nótt. Strax klukkan tvö í nótt höfðu tuttugu ökumenn beðið björgunarsveitir um aðstoð. Þá segir lögregla að borið hafi á því nú í morgunsárið að bílar séu fastir og yfirgefnir og tefur það mjög fyrir snjóruðningstækjum sem eru við störf.

Ökumenn eru því hvattir til að fara ekki af stað nema bílar séu tilbúnir að takast á við þá vetrarfærð sem er í höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×