Herman Cain eitt af forsetaefnum Repúblikanaflokksins er aftur kominn í sviðsljós fjölmiðla í Bandaríkjunum vegna kvennamála.
Viðskiptakonan Ginger White segir að hún hafi átt í ástarsambandi við Cain í 13 ár. White segir að hún hafi vitað að Cain var giftur og að samband þeirra hafi verið ósæmilegt.
Cain komst fyrr í ár í sviðsljósið eftir að fjórar konur sökuðu hann um kynferðislega áreitni í sinn garð. Þessar ásakanir virtust þó ekki hafa nein áhrif á fylgi Cain í skoðannakönnunum um fylgi forsetaefna Repúblikanaflokksins eftir að þær komu fram.
Cain segist ekki ætla að draga sig út úr baráttunni um að verða forsetaefni flokksins.
Herman Cain aftur í kvennavandræðum
