Innlent

Vöffludeigið komið í poka

Vöffludeigið í pokum.
Vöffludeigið í pokum.
Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara er búin að setja vöffludeigið inn í poka til þess að halda því fersku á meðan kjarasamningar eru lesnir yfir. Vonast er til að þeir verði undirritaðir í dag en ekki er búist við því að það gerist fyrir klukkan fimm.

Elísabet sagði mjög strangar reglur gilda um að það megi alls ekki byrja að borða vöfflurnar fyrr en eftir að skrifað er undir. Það boði ógæfu að borða þær of snemma.

Nú virðist ætla verða bið á því að samningsmenn geti gætt sér á vöfflunum.


Tengdar fréttir

Vöffludeigið er klárt

Nú styttist í undirskrift kjarasamninga þrátt fyrir að aðilar vinnumarkaðarins sitji enn á fundum og enn sé óljóst hvenær nákvæmlega menn setji penna á blað. Þetta má ráða af því að búið er að hræra vöffludeigið hjá ríkissáttasemjara en það er órjúfanlegur hluti af ferlinu að deiluaðilar gæði sér á vöfflum að undirskrift lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×