Innlent

Áttatíu milljarða framkvæmdir fyrir norðan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir kynntu yfirlýsingu sína í Alþingishúsinu í kvöld. Mynd/ Frikki.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir kynntu yfirlýsingu sína í Alþingishúsinu í kvöld. Mynd/ Frikki.
Fjárfestingar hins opinbera í orkuverkefnum á Norðurlandi gætu numið 70-80 milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands vegna kjarasamninga sem skrifað var undir í dag.

Í yfirlýsingunni segir að Landsvirkjun muni halda áfram umfangsmiklum rannsóknum í Þingeyjarsýslum og sé þegar í viðræðum við nokkra aðila um fjárfestingar og orkukaup. „Gani öll virkjanaáform fyrir norðan eftir gæti þar verið um að ráða fjárfestingu upp á 70-80 milljarða króna, auk fjárfestinga orkukaupenda," segir í yfirlýsingunni.   Í yfirlýsingunni segir að stjórnvöld vilji greiða fyrir aukinni fjárfestingu á sem flestum sviðum, einkanlega þeim sem stuðli að auknum útflutningstekjum. Lögð sé áhrersla á að fja´rfestingar í virkjunum og gerð raforkusamninga verði á viðskiptalegum grundvelli og taki tillit til umhverfisgæða.

Auk fjárfestinganna fyrir norðan hefur verið ákveðið að ráðast í fjárfestingar í Búðarhálsvirkjun, stækkun álversins í Straumsvík, kísilveri í Helguvík og í dreifikerfi Landsnets.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×