Innlent

80 prósent vilja festa táknmál í lög

Í könnun sem fyrirtækið Miðlun ehf. gerði 17-28 mars síðastliðin fyrir Félag heyrnarlausra á viðhorfi almennings til táknmáls sem fyrsta máls, kemur í ljós að 80,8% aðspurðra eru frekar eða mjög sammála því að táknmál verði bundið í lögum sem fyrsta mál þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta.

16,4% eru hvorki sammála né ósammála og einungis 2,9% eru frekar eða mjög ósammála.

Hjá Alþingi liggur frumvarp til laga um um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls og er könnunin gerð til að kanna álit almennings á réttindum heyrnarlausra að eignast táknmál sem sitt fyrsta mál til samskipta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×