Innlent

Ætla múslimum lóð í Sogamýri

Lóð sunnan við Suðurlandsbraut á móts við leikskólann Steinahlíð er nú hugsuð undir tilbeiðsluhús fyrir Félag múslima. Fréttablaðið/Anton
Lóð sunnan við Suðurlandsbraut á móts við leikskólann Steinahlíð er nú hugsuð undir tilbeiðsluhús fyrir Félag múslima. Fréttablaðið/Anton
Samkvæmt tillögu embættis skipulagsstjóra Reykjavíkur gæti Félag múslima fengið byggingarlóð austast í Sogamýri. Skipulagsráð hefur sent tillögu um tilbeiðsluhús á lóðinni til umsagnar hjá hverfisráðinu, umhverfisráði og Skipulagsstofnun.

Sjálfstæðismenn sátu hjá í skipulagsráðinu og sögðu margar aðrar lóðir henta betur fyrir tilbeiðsluhús. Vegna staðsetningarinnar yrðu byggingar á Sogamýrarlóðinni að vera í mjög háum gæðaflokki „enda er lega lóðarinnar þannig að hús á henni munu sjálfkrafa verða kennileiti í borginni,“ bókuðu þeir. Fulltrúar meirihlutans í skipulagsráði sögðu undirbúninginn vandaðan og hafa staðið í mörg ár.

Páll Hjaltason, varaformaður ráðsins, ítrekar að þótt hugmyndin með Sogamýrarlóðinni sé að efna gamalt loforð við Félag múslima sé lóðin ekki formlega skilgreind félaginu til handa. Þá segist hann ekki deila áhyggjum sjálfstæðismanna af þeim svip sem tilbeiðsluhús á þessum stað muni setja á umhverfið. Til dæmis sé áætlað að hús múslima verði lágreist og aðeins um 400 fermetrar. „Lóðin er í laut þannig að hús þar verður naumast mikið kennileiti.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×