Fara vel við íslenskt sumar 5. maí 2011 17:00 Hilda hefur verið í starfsnámi hjá Peter Jensen og Erdem en einbeitir sér nú að eigin hönnun. Borghildur Gunnarsdóttir eða Hilda eins og hún er kölluð býr til nælonsokka sem margir hafa heillast af og selur undir merkinu Milla Snorrason. „Þeir minna svolítið á gamaldags krumpaða ömmunælonsokka og eru sætir við kjóla og pils," segir Borghildur. Hún er búsett í London þar sem hún hefur verið í starfsnámi hjá Peter Jensen og Erdem síðustu mánuði. Nýlega ákvað hún svo að snúa sér alfarið að eigin hönnun.Milla Snorrason sokkar.„Ég er svona rétt að byrja að koma mér af stað og hlakka mikið til að byrja á nýju. Ég varð hins vegar vör við eftirspurn eftir sokkunum og ákvað því að gera nokkrar nýjar týpur enda finnst mér gaman að leika mér með ólíkar litasamsetningar." Borghildur segist aðallega horfa til íslenska markaðarins hvað sokkana varðar eins og er, enda séu flestar stelpur bergleggjaðar í London á sumrin. „Þeir fara betur við íslenskt sumar." Úrval vara frá Millu Snorrason má skoða á facebook-síðu merkisins, facebook.com/millasnorrason. -ve Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Borghildur Gunnarsdóttir eða Hilda eins og hún er kölluð býr til nælonsokka sem margir hafa heillast af og selur undir merkinu Milla Snorrason. „Þeir minna svolítið á gamaldags krumpaða ömmunælonsokka og eru sætir við kjóla og pils," segir Borghildur. Hún er búsett í London þar sem hún hefur verið í starfsnámi hjá Peter Jensen og Erdem síðustu mánuði. Nýlega ákvað hún svo að snúa sér alfarið að eigin hönnun.Milla Snorrason sokkar.„Ég er svona rétt að byrja að koma mér af stað og hlakka mikið til að byrja á nýju. Ég varð hins vegar vör við eftirspurn eftir sokkunum og ákvað því að gera nokkrar nýjar týpur enda finnst mér gaman að leika mér með ólíkar litasamsetningar." Borghildur segist aðallega horfa til íslenska markaðarins hvað sokkana varðar eins og er, enda séu flestar stelpur bergleggjaðar í London á sumrin. „Þeir fara betur við íslenskt sumar." Úrval vara frá Millu Snorrason má skoða á facebook-síðu merkisins, facebook.com/millasnorrason. -ve
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira