Fær bætur frá ríkinu vegna valdbeitingar við þvagsýnatöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júlí 2011 12:00 Frá Selfossi. Mynd/GVA Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira