Innlent

Minna af makríl vegna kuldans fyrir austan

Höskuldur Kári Schram skrifar
Mun minna er af makríl á miðunum austur af landinu samanborið við sama tíma í fyrra vegna kuldatíðarinnar fyrir austan.
Mun minna er af makríl á miðunum austur af landinu samanborið við sama tíma í fyrra vegna kuldatíðarinnar fyrir austan. Mynd/Hermann
Mun minna er af makríl á miðunum austur af landinu samanborið við sama tíma í fyrra vegna kuldatíðarinnar fyrir austan. Útgerðarmenn á Austurlandi eru uggandi, en fiskurinn sem veiðist, er einnig smærri og verðminni.

Makrílkvóti Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað nemur sextán þúsund tonnum. Nú þegar er búið að landa um fjögur þúsund og fimm hundruð tonnum.

Kuldinn fyrir austan hefur þó haft áhrif á veiðar en makríllinn heldur sig að mestu á miðunum fyrir sunnan land.

„Það er ljóst að ástandið í hafinu er frábrugðið því sem það var á síðasta ári. Það er mun kaldari sjór í kringum okkur og ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af því að kuldinn sé að halda honum frá," segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað.

Beitir NK skip Síldarvinnslunnar fékk þrjú hundruð og sextíu tonn af makríl í síðasta túr. Þegar búið er að verka fiskinn og senda hann til útlanda hleypur verðmæti aflans á fjörutíu til fímmtíu milljónum króna.

„Þetta er „dry" markríll núna áður var þetta blandað með síld. Núna höfum við verið að ná eingöngu makríl," segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beitir NK.

Aflinn er mestu nýttur til manneldis er fiskurinn er þó ekki jafn stór og í fyrra.

„Það er alveg ljóst að hann er að fara í verðminni flokka svona. Hann er smærri og flokkast aðeins verr en í fyrra en ég hef fulla trú á því að stóri markríllinn eigi eftir að skila sér eins og undanfarin ár þegar við förum að veiða hann hér austar á landinu,“ segir Gunnþór að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×