Fótbolti

Puyol ætlar að spila í níu ár í viðbót

Puyol er að slá sér upp með fyrirsætunni Malena Costa. Það heldur honum eflaust ungum í anda.
Puyol er að slá sér upp með fyrirsætunni Malena Costa. Það heldur honum eflaust ungum í anda.
Hinn 33 ára gamli varnarmaður Barcelona, Carles Puyol, er alls ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna og hefur stefnt að því að spila í níu ár viðbót. Menn sem eru þokkalegir í stærðfræði ættu þar með að hafa náð því að Puyol hættir þegar hann er 42 ára.

Puyol hefur verið talsvert meiddur í vetur en það hefur ekki dregið tennurnar úr þessum mikla bardagamanni.

"Líkamlega líður mér alveg svakalega vel. Eftir átta mánuði vegna meiðsla er ég algjörlega verkjalaus," sagði Puyol.

"Fyrir nokkrum dögum sagðist ég eiga fjögur til fimm ár eftir í boltanum. Ég get núna greint frá því að ég get haldið áfram í níu ár í viðbót. Menn eiga ekkert að hætta fyrr en þeir eru 65 ára," sagði Puyol léttur.

Leikmaðurinn hefur spilað yfir 500 leiki fyrir Barcelona en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1999. Hann er samningsbundinn til ársins 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×