Innlent

Gylfi bjartsýnn á að samningar náist í kvöld

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Aðilar vinnumarkaðarins funda enn í karphúsinu um kjarasamninga og er nokkuð góður gangur í viðræðunum að sögn Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ. Deiluaðilar funduðu með ríkissáttasemjara fram á kvöld í gær og hófust fundir að nýju í morgun.

Gylfi segir að nú sé unnið af krafti, verið sé að taka einstaka samninga fyrir og leysa úr ágreiningsefnum. Hann segir að verkefnið sé tafsamt en þó miði því áfram. „Ég geri mér vonir um að þetta klárist í kvöld," segir Gylfi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×