Innlent

Hjólað í vinnuna - átakið hafið

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Geir Gunnlaugsson, Landlæknir,  Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR og Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ fluttu stutt hvatningarávörp, áður en þau hjóluðu af stað.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Geir Gunnlaugsson, Landlæknir, Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR og Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ fluttu stutt hvatningarávörp, áður en þau hjóluðu af stað.
Opnunarhátíð átaksins Hjólað í vinnuna var haldin samtímis í Reykjavík og á Akureyri í morgun.

Í Reykjavík fór opnunin fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en Akureyri hittist fólk á Glerártorgi þar sem Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar flutti stutt ávarp.

Á báðum stöðum var þátttakendum boðið að hjóla við og þiggja léttar veitingar. Að ávörpunum loknum hjóluðu gestir og þátttakendur svo átakið formlega af stað.

Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, stendur níunda árið í röð fyrir „Hjólað í vinnuna", heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 4. - 24. maí.

Landsmenn hafa tekið hvatningar- og átaksverkefninu „Hjólað í vinnuna" gríðarlega vel þar sem þátttakendum hefur fjölgað um rúmlega 1600% frá 2003. Nú þegar hafa 539 vinnustaðir skráð 1.126 lið með 7.008 liðsmönnum og munu þessar tölur halda áfram að aukast meðan líður á átakið.

Meginmarkmið „Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu átaksins, hjoladivinnuna.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×