Fótbolti

Berbatov hefur ekki skorað í Evrópukeppni í tvö og hálft ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun væntanlega hvíla Wayne Rooney í seinni undanúrslitaleiknum á móti Schalke á Old Trafford í kvöld og gefa Dimitar Berbatov tækifæri í byrjunarliðinu.

Tölfræði Búlgarans í Evrópukeppni er hinsvegar ekki glæsileg undanfarin tæp þrjú tímabil.

Dimitar Berbatov hefur nefnilega ekki skorað í síðustu 19 leikjum sínum í Meistaradeildinni og hefur nú alls spilað í 1064 mínútur í Evrópukeppni án þess að skora. Síðasta Evrópumark Búlgarans kom í 3-0 sigri á Glasgow Celtic 21. október 2008.

Berbatov hefur spilað 443 mínútur í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar sem hann hefur hvorki skorað né lagt upp mark.

Á síðasta tímabili var hann með eina stoðsendingu og ekkert mark á 246 mínútum í Meistaradeildinni og hann skoraði heldur ekki mark í 7 síðustu leikjum sínum í Meistaradeildinni 2008-2009.

Berbatov hefur aftur á móti skorað 21 mark í 30 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×