Innlent

Síldin horfin úr Grundarfirði

Til stóð að veiða sýkta síld í Breiðafirði en hún er stungin af. fréttablaðið/óskar
Til stóð að veiða sýkta síld í Breiðafirði en hún er stungin af. fréttablaðið/óskar
Íslenska vorgotssíldin er horfin úr Grundarfirði en nótaskipið Jóna Eðvalds kannaði hversu mikið magn af síld væri í firðinum og hversu útbreidd sýkingin í henni væri, að sögn Skessuhorns. Í ljós kom að síldin er nánast horfin og því verða engar vorveiðar á síld eins og jafnvel stóð til.

Hafrannsóknastofnunin kannaði ástand síldarstofnsins í febrúar og í ljós kom að hlutfall sýktrar síldar hafði ekki breyst mikið milli ára. Að jafnaði voru um fjörutíu prósent síldarinnar sýkt í Breiðafirði, en þess má geta að áttatíu prósent síldarinnar sem veiddist í Grundarfirði voru sýkt. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×