Erlent

Sektuð fyrir misheppnað aprílgabb

Já, þeir voru vægast sagt ósáttir lögreglumennirnir.
Já, þeir voru vægast sagt ósáttir lögreglumennirnir.
Sextán ára gömul stúlka í Bloomberg Illinois í Bandaríkjunum var sektuð um 150 dollara, eða um sautján þúsund krónur, fyrir gjörsamlega misheppnað aprílgabb.

Það fer reyndar eftir því hvernig á það er litið því stúlkan sendi vini sínum og frænda smáskilaboð þar sem stóð að hún hefði verið rænd og skotinn í löppina samkvæmt fréttavef AP.

Þau sem fengu skilaboðin hringdu strax á lögregluna og flýttu sér heim til þess eins að finna stúlkuna á heilu og höldnu.

Lögreglunni var ekki skemmt og stúlkan því sektuð um hundrað dollara fyrir að kalla lögregluna út af ástæðulausu. Þá fékk hún 50 dollara sekt fyrir að vera ekki í skólanum.

En hitt er þó ljóst, að frændinn og vinurinn hlupu 1.apríl, sem og reyndar lögreglan. Því var væntanlega tilganginum náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×