Innlent

„Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur"

SB skrifar
Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, sagði á Alþingi að grundvallaratriðið í umræðunni um dóm Hæstaréttar væri það að á engum manni hefði verið brotið og niðurstaða kosningarinnar hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á.

„Þegar kveðið er upp um lögmæti kosninga þarf það að hafa sannast að það hafi á einhverjum einstaklingi verið brotio til að kosning teljist ólögleg," sagði Ögmundur og uppskar mikil hróp í þingsal.

Ögmundur sagði skýrt að niðurstaða Hæstaréttar stæði. Kosningin væri ógild. Það væri hins vegar mikilvægt, og hann vildi vekja athygli Alþingis og þjóðarinnar á því að á engum manni hefði verið brotið.

„Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á," sagði Ögmundur.

Ögmundur vísaði jafnframt í þann anda sem ríkti innan allsherjarnefndar og þingsins þegar lög um kosningar voru samþykkt. Hann biðlaði til þingmanna að gleyma ekki þeim góða anda sem þá hefði ríkt í umræðum um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×