Erlent

Svipt hjúkrunarleyfinu eftir kynmök við sjúkling

Amber Van Brunt hefur verið kærð fyrir framferðið
Amber Van Brunt hefur verið kærð fyrir framferðið
Hjúkrunarkona í Oklahómafylki Bandaríkjanna hefur verið svipt leyfinu til að starfa sem hjúkrunarfræðingur næstu tuttugu árin eftir að hún hafði kynmök við deyjandi sjúkling sinn á heimili hans.

Konan, Amber Van Brunt, er þrjátíu og þriggja ára gömul og verður hún því komin á sextugsaldur þegar hún fær starfsleyfið aftur.

Málið hefur ratað til dómstóla.

Van Brunt starfaði hjá Angelic Family Hospice sem veitir sjúkum heimaþjónustu.Lögmaður hennar segir að hún hafi sofið hjá sjúklingnum í sínum frítíma og að þau hafi bæði haft ánægju af sambandinu.

Sjúklingurinn reyndi að fremja sjálfsmorð í mars á síðasta ári eftir að Van Brunt sendi honum sms-skilaboð um að hún væri ólétt eftir annan mann. Hinn sjúki lést síðan í maí af veikindum sínum en hann var með Lou Gehrig´s heilkenni

Hjúkrunarráð spítalans telur engu skipta hvort hún hafi sinnt sambandinu í frítíma sínum eður ei. Aðalmálið sé að hún hafi verið fagaðili sem bar ábyrgð á velferð sjúklings síns.

Ekki hefur fallið dómur í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×