Erlent

Fær að fara á netið

Aung San Suu Kyi var látin laus fyrir rúmum tveimur mánuðum.
Aung San Suu Kyi var látin laus fyrir rúmum tveimur mánuðum. Mynd/AP
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Myanmar, hefur loksins fengið aðgang að internetinu en tveir mánuðir eru frá því að hún var látin laus úr stofufangelsi. Herforingjastjórnin gaf nýverið leyfi fyrir því að hún fengi þráðlausa tengingu við internetið. Tæknimenn gengu frá tæknihliðinni í dag.

Suu Kyi var látin laus úr stofufangelsi í nóvember en hún hefur verið fangi herforingjastjórnarinnar í landinu í samtals 15 af síðustu 20 árum. Suu Kyi hefur sagst ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum og sátt meðal þjóðar sinnar.

Í frétt BBC um málið kemur fram að hún hefur aldrei áður farið á internetið. Suu Kyi hyggst meðal annars nota tæknina til að eiga í samskiptum við stuðningsmenn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×