Innlent

Ætla ekki að tjá sig efnislega um niðurstöðu Hæstaréttar

Frá fundi stjórnarinnar í dag. Mynd/Anton Brink
Frá fundi stjórnarinnar í dag. Mynd/Anton Brink
„Við vorum að ráða ráðum okkar um niðurstöðu Hæstaréttar og skiptast á skoðunum um hana,“ segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en stjórnin hittist í dag og fundaði til klukkan sjö í kvöld.

Eins og hefur komið fram úrskurðaði Hæstiréttur kosningu til stjórnlagaþings ógilda en landskjörstjórn fór með undirbúning og framkvæmd kosningarinnar.

„Við vorum að ræða um niðurstöðuna og fara yfir formsatriði sem landskjörstjórn þarf að afgreiða í tengslum við frágang vegna þessara kosninga. Það voru ekki teknar neinar ákvarðanir fyrir utan það að landskjörstjórn ætlar ekki að tjá sig efnislega um niðurstöðu Hæstaréttar," segir Ástráður.

Auk Ástráðar sitja Bryndís Hlöðversdóttir, Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Þórður Bogason og Þuríður Jónsdóttir í stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×