Innlent

Fimmtán hundruð bíða greiðsluaðlögunnar

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Fimmtán hundruð manns bíða nú eftir því komast í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Fjöldi mála hefur nær tvöfaldast á fjórum mánuðum og biðtíminn hefur verið átta mánuðir.

Um mánaðarmótin október/nóvember í fyrra voru um 800 manns á biðlista hjá umboðsmanni skuldara eftir greiðsluaðlögun en nú í lok janúar er fjöldinn kominn yfir 1500 manns. Um þúsund umsóknir bárust eftir að lögum um greiðsluaðlögun var breytt um miðjan október þannig að frestun greiðslna hefst við móttöku umsóknar og viðkomandi kemst þá í svokallað greiðsluskjól.

„Þá er ekki hægt að rukka þig um skuldir, ekki hægt að fara fram á nauðungaruppboð, fjárnám eða aðrar innheimtu aðgerðir," segir Svanborg Sigmarsdóttir hjá Umboðsmanni skuldara.

Fólk sem fær afgreiðslu sinna mála í dag hefur beðið í um 8 mánuði.

Svanborg segir vinnslu mála vera flókna og oft þurfi að margítreka ósk eftir gögnum. En hversu lengi þarf þá sá sem sækir um í dag að bíða?

„Það er svolítið erfitt, því við erum í miðju ferli að stytta biðtímann, vonandi ekki meira en 4 til 5 mánuði."

En ræður embættið við þennan gífurlega fjölda?

„Við erum að ráða meira starfsfólk og hraða ferlinu. Við erum einnig að fara í önnur skref til að flýta þessu frekar, þannig já við verðum að ráð við þetta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×