Innlent

Auknar heimildir til loðnuveiða

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða. Aukningin nemur alls 125 þúsund tonnum, segir á vef sjávarútvegsráðuneytisins.

Þann 19. nóvember síðastliðinn heimilaði ráðherra 200 þúsund tonna veiði þannig að samtals nema veiðiheimildir yfirstandandi fiskveiðiárs 325 þúsund tonnum.

Þar af fá erlend skip um 23.500 þúsund tonn samkvæmt milliríkjasamningum en liðlega 100 þúsund tonn til íslenskra loðnuveiðiskipa.

Heildarhlutdeild erlendra skipa í loðnuveiði í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2011 er um 73 þúsund tonn en 252 þúsund tonn fara til íslenskra loðnuveiðiskipa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×