Innlent

Loðnuverkfall samþykkt

Atkvæðin voru talin í húsakynnum Starfsgreinasambandsins.
Atkvæðin voru talin í húsakynnum Starfsgreinasambandsins.

Verkfall var samþykkt hjá starfsmönnum loðnuvinnslustöðva á Austurlandi með yfirgnæfandi meirihluta.

Stéttarfélög reikna með því að Samtök atvinnulífsins stefni málinu fyrir félagsdóm. En að öllu óbreytt hefst verkfallið þann 7. febrúar. Það gildir um loðnuvinnslustöðvar frá Vopnafirði til Vestmannaeyja.

Um 75 félagsmenn greiddu atkvæði en yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkfallið, eða um 80 prósent.

Búist er við hörku fallist félagsdómur á verkfallið en starfsmenn hafa sagst ætla að koma í veg fyrir loðnulöndun allstaðar á landinu.

Aukinn loðnukvóti upp á 125.000 tonn var samþykktur í síðustu viku en talið er að hann gefi þjóðarbúinu yfir 5 milljarða króna í auknar útflutningstekjur. Því er ljóst að verkfallið verði þjóðarbúinu afar dýrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×