Innlent

Elsta vetrarbraut sem sést hefur í heiminum?

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Hópur stjarnvísindamanna telur sig hafa fundið elstu og fjarlægustu vetrarbraut sem sést hefur í alheiminum hingað til. Samkvæmt frétt á störnufræðivefnum segir að ljósið hafi lagt af stað til jarðarinnar fyrir 13,2 milljörðum ára, eða þegar alheimurinn var aðeins um 500 milljón ára gamall.

Fyrirbærið sást í Hubblessjónaukanum og greinir tímarið Nature frá þessu í tölublaði sínu sem kemur út á morgun. „Fyrirbærið, sem er einstaklega dauft, nefnist UDFj-39546284 og er lítil en þétt vetrarbraut blárra stjarna sem birtist okkur eins og hún leit út aðeins 480 milljónum ára eftir Miklahvell eða þegar aldur alheimurinn var aðeins 4% af því sem hann er nú. Vetrarbrautin er agnarsmá en meira en eitt hundrað slíkar þyrfti til að mynda Vetrarbrautina okkar," segir á vefnum.

Hægt er að lesa greinina í heild hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×