Innlent

Eldur í gróðurhúsi - óttast um tómatauppskeru

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í gróðurhúsum að bænum Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð um klukkan sex í morgun. Slökkviliðið á Laugarvatni var kallað á vettvang en þegar það kom höfðu heimamenn náð að slá á eldinn.

Gróðurhúsalampar og rúður í grennd við töfluna bráðnuðu og lagði mikinn reyk inn í tvö sambyggð gróðurhús, sem eru samtals 13 hundruð fermetrar að gólffleti með 2.700 tómatplöntum. Ljóst er að töluvert tjón hlaust af, en verið er að meta það og skoða nánar hvernig tómatplöntunum reiddi af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×