Innlent

Bensínverð lækkaði um tvær krónur í gærkvöldi

Olíufélagið N1, sem fyrst olíufélaganna hækkaði bensínverð um fimm krónur á lítrann í fyrraköld, lækkaði það aftur um tvær krónur í gærkvöldi.

Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær, var þessi hækkun umfram það sem gengissveiflur, aukin skattlagning hins opinbera og heimsmarkaðsverðs gáfu tilefni til og fullyrti FÍB að félögin væru að hækka álagningu.

Hátt bensínverð var rætt utan dagskrár á Alþingi í gær og kom fram í máli fjármálaráðherra að ekki stæði til að lækka opinberar álögur, sem nú nema rúmlega hundrað krónum á hvern lítra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×