Fótbolti

Gennaro Gattuso fær fjögurra leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gennaro Gattuso var alveg óður í leikslok.
Gennaro Gattuso var alveg óður í leikslok.
Gennaro Gattuso, fyrirliði ítalska liðsins AC Milan, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að ráðast á Joe Jordan, aðstoðarmaður Harry Redknapp hjá Tottenham. Atvikið varð í fyrri leik AC Milan og Tottenham í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikurinn fór fram í Mílanó í síðustu viku þar sem heðgun þessa blóðheita Ítala vakti heimsathygli. Hann tók Jordan hálstaki í miðjum leik og skallaði hann síðan eftir að leiknum lauk.

Gattuso var þegar kominn í eins leiks bann fyrir gult spjald sem hann fékk í leiknum en nú bætast við fjórir leikir í viðbót. Margir hefði búist við harðari dómi en Ítalinn slapp nokkuð vel.

Eini möguleiki Gattuso að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili er að AC Milan komist alla leið í úrslitaleikinn á Wembley.

AC Milan fær þrjá daga til þess að áfrýja þessum dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×