Innlent

Vilja samúðarverkföll á Akranesi og í Þórshöfn

Aðgerðarhópur bræðslumanna í AFLi og Drífanda sendi í gær bréf til stjórna og trúnaðarráða verkalýðsfélagann á Akranesi og Þórshöfn en á báðum þessum stöðum eru starfræktar fiskimjölsverksmiðjur en ekki hefur verið boðað til aðgerða hjá viðkomandi félögum. Félagsmenn AFLs og Drífanda samþykktu í gær verkfall í loðnuverksmiðjum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum.

Í bréfi aðgerðarhópsins er farið fram á að efnt verði til atkvæðagreiðslna um samúðarverkföll í þessum verksmiðjunum á Akranesi og Þórshöfn samkvæmt frétt sem má finna á heimasíðu AFLs.

Trúnaðarmenn AFLs og Drífanda skipulögðu á fundi sínum í gær verkfallsvörslu og m.a. munu félagsmenn í bræðslunum skipta með sér verkum þannig að þær bræðslur þar sem helst má búast við átökum í, fær viðbótarmannskap til verkfallsvörslu frá hinum verksmiðjunum samkvæmt fréttinni. Þá verða fulltrúar félaganna til taks á Suðvesturhorninu til að takast á við tilraunir útgerðanna til að landa þar og ennfremur verða fulltrúar félaganna til staðar á Þórshöfn til að fylgjast með málum þar.

Verkfallsboðun stéttarfélaganna hefur verið kærð til félagsdóms og er beðið úrskurðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×