Innlent

Íslenskir togarar mokveiða við Noreg

Fjórir íslenskir frystitogarar eru nú að mokveiða þorsk við Norður Noreg, samkvæmt samningum um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir við Norðmenn.

Eitt skipanna, er búið að fá um 200 tonn á aðeins fjórum sólarhringum, og væri búið að fá enn meira ef frystigetan um borð takmarkaðist ekki við um það bil 50 tonn á sólarhring.

Að óbreyttu stefnir í met túra hjá skipunum, bæði hvað varðar veiðitíma og aflaverðmæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×