Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Elvis samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar, sem var birtur á vef réttarheimildar, 21. janúar síðastliðinn. Þar var nöfnunum Grimmi, Annarr, Nikolaison og Kjárr hafnað.
Aftur á móti voru nöfnin Alida, Þórbjörn og Mundína samþykkt auk Elvis.
Sennilega er frægasti einstaklingurinn sem heitir Elvis, rokkgoðsögnin bandaríska Elvis Aron Presley. Þess má geta að Aron er einnig löggilt íslenskt karlmannsnafn, Presley hinsvegar ekki.