Erlent

Enn meiri flóðum spáð

Helga Arnardóttir skrifar
Flóðin í Ástralíu hafa verið gríðarleg. Mynd/ afp.
Flóðin í Ástralíu hafa verið gríðarleg. Mynd/ afp.
Enn meiri flóðum er spáð í Ástralíu á næstunni og segja veðurfræðingar að stórt flóð allt að 90 kílómetra að lengd fari yfir norðurhluta Victoríu fylkis þar í landi innan tíu daga.

Gefið hefur verið út neyðarkall til þeirra sem þar búa og íbúar hvattir til að yfirgefa heimili sín. Wayne Swan aðstoðarforsætisráðherra segir að flóðin verði talin ein af stærstu náttúruhamförum í sögu landsins að því er fram kemur á BBC.

Rúmlega þrjátíu hafa týnt lífi í flóðunum í Ástralíu sem hófust í síðasta mánuði. Í Queensland er níu manns enn saknað eftir að flóðin fóru nýlega í gegnum bæina TOOWOMBA og GRANTHAM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×