Erlent

Græningjar ákveða hvort þeir halda áfram

Jón Hákon Halldórssn skrifar
Brian Cowen sagði af sér formennsku í flokki sínum í gær. Mynd/ AFP.
Brian Cowen sagði af sér formennsku í flokki sínum í gær. Mynd/ AFP.
Græningjar á Írlandi ákveða í dag hvort þeir ætli að halda áfram þátttöku í ríkisstjórn landsins með Fianna Fail flokknum. Ef flokkurinn dregur sig í hlé í ríkisstjórnarsamstarfinu munu kosningar verða haldnar í næsta mánuði, en áður hafði verið gert ráð fyrir að þær yrðu þann 11. mars.

Græningjar funda í dag til að fara yfir stöðuna eftir að Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, ákvað í gær að segja af sér formennsku í Fianna Fail. Hann sagði af sér formennsku eftir mikinn þrýsting frá flokksfélögum sínum, en Cowen hefur glímt við efnahagskreppu Írlands og óeiningu innan flokks síns að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×