Helicopter: Föt með notagildi 23. janúar 2011 06:00 Helga Lilja hannar undir heitinu Helicopter. Fréttablaðið/Valli Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm
Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira