Innlent

Hafnarfjarðarbær segir upp 20 manns

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
Stöðugildum hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið fækkað um 20 og breytingar hafa verið gerðar á starfshlutföllum á nokkru stöðum. Breytingarnar taka gildi um mánaðarmótin. Þetta er liður í hagræðingaraðgerðum hjá Hafnarfjarðarbæ en sparnaður vegna fyrirhugaðra breytinga er áætlaður um 90 til 100 milljónir króna.

Hlutaðeigandi starfsmönnum var kynnt um aðgerðirnar í morgun.

Á öllum sviðum bæjarins hefur verið tekið mið af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og starfsemin skipulögð út frá því. Opnunartímum hefur verið breytt, starfsstöðvar sameinaðar, verkefni endurskipulögð og dregið hefur verið úr yfirbyggingu og kostnaði við stjórnun.

Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir umtalsverðri hagræðingu í rekstri. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar hafa dregist saman frá efnahagshruninu haustið 2008 og útgjöld til félagsmála hafa stóraukist.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að fjárhagsáætlanir undanfarinna tveggja ára hafa tekið mið af þessu og gripið hefur verið til margvíslegra hagræðingaraðgerða þar sem höfuðáherslan hefur verið lögð á að standa vörð um velferðar og grunnþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×