Innlent

Sigurjón færður aftur til yfirheyrslu

Sigurjón Þ. Árnason mætti til skýrslutöku um fjögur í dag.
Sigurjón Þ. Árnason mætti til skýrslutöku um fjögur í dag.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var færður aftur til yfirheyrslu á fjórða tímanum í dag frá Litla-Hrauni þar sem hann er í gæsluvarðhaldi.

Fyrir er Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði við hlið hans sem bankastjóri Landsbankans, í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara en hann kom til skýrslutöku eftir hádegi í dag. Hann kom frá Kanada í morgun þar sem hann býr og starfar.

Sigurjón situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem snýr að meintri markaðsmisnotkun en Sigurjón er einnig grunaður um brot á auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvaða réttarstöðu Halldór hefur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×