Erlent

Farah Fawcett í líki Barbídúkku

Eftirmyndin og fyrirmyndin
Eftirmyndin og fyrirmyndin
Barbídúkkur í líki leikkonunnar Farah Fawcett eru komnar á markað erlendis. Dúkkurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á krabbameinni en Fawcett lést úr krabbameini fyrir tveimur árum.

Farah Fawcett var farsæl leikkona sem sló í gegn árið 1976 þegar hún lék í þáttunum Charlie´s Angels.

Fawcett var greind með krabbamein árið 2006 og stofnaði nokkru síðar minningarsjóð sem ætlað var að fjármagna krabbameinsrannsóknir, en söluágóði af dúkkunum rennur í þann sjóð.

Þegar Barbídúkkurnar voru hannaðar var höfð til hliðsjónar ein þekktasta ljósmyndin af Fawcettt þar sem hún er íklædd rauðum sundbol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×