Erlent

Lögreglumorðingja leitað í Bandaríkjunum

Christopher Matlosz var 27 ára þegar hann var myrtur úti á götu.
Christopher Matlosz var 27 ára þegar hann var myrtur úti á götu.

Gríðarlega umfangsmikil leit fer nú fram í New Jersey og New York í Bandaríkjunum að 19 ára karlmanni sem myrti lögregluþjón í gærkvöldi.

Lögreglumaðurinn sem var myrtur hét Christopher Matlosz og var 27 ára gamall. Hann ætlaði að gifta sig á næsta ári samkvæmt vefsíðu New York Post.

Matlosz ók upp að Jahmell Crockam í gærkvöldi og ætlaði að spyrja hann venjubundinna spurninga. Crockam var eftirlýstur fyrir að hafa haft skotvopn undir höndum. Í miðjum samræðum dró Crockram upp byssu og skaut lögregluþjóninn unga.

Um hundrað lögreglumenn leita morðingjans í samstarfi við önnur yfirvöld.

Lögreglan í New Jersey hefur boðið hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku Cockram 40 þúsund dollara, eða um fjóra og hálfa milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×