Erlent

Fjögurra ára stúlka stungin til bana

SJS skrifar
Breska lögreglan rannsakar málið. Mynd/ afp.
Breska lögreglan rannsakar málið. Mynd/ afp.
Fjögurra ára gömul stúlka lést af stungusárum á heimili sínu í Bury í Englandi.

Stúlkan hét Chloe Burke og var látin þegar lögreglu bar að. Móðir stúlkunnar, Dawn Makin, 33, fannst við hlið dóttur sinnar, meðvitundarlaus og með skurði á úlnliðum. Hún dvelur nú á sjúkrahúsi og ástand hennar talið alvarlegt.

Krufning á líki Chloe leiddi í ljós að hún hafi verið stungin ítrekað og lést af sárum sínum.

Rannsóknarlögreglan í Manchester sýslu segjast ekki gruna utanaðkomandi aðila um verknaðinn og leita ekki annarra í tengslum við málið.

Haft er eftir Joanne Rawlinson, rannsóknarlögreglumanni, að verið sé að skoða aðdraganda og umgjörð málsins og hún áréttar að lögreglan sé ekki að leita annarra mögulegra sakborninga í tengslum við málið.

Hún segir þetta afar sorglegt mál þar sem ung stúlka tapaði lífi sínu og að hugur samfélagsins sé hjá fjölskyldu stúlkunnar á þessum erfiðu tímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×