Erlent

Sjálfstætt ríki Suður-Súdana verður stofnað

Frá Suður-Súdan 30. janúar sl.
Frá Suður-Súdan 30. janúar sl. Mynd/AP
Tæplega 99% Suður-súdönsku þjóðarinnar kýs að aðskilja þjóðina frá Norður-Súdan. Lokatölur í í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fór fram síðustu vikuna í janúar voru birtar í dag. Fyrstu tölur bentu til þess að 99,57% hefðu greitt atkvæði með aðskilnaði.

Ákveðið var að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2005 í kjölfar friðarsamkomulags sem gert var til að binda enda á átök sem stóðu í tæpa tvo áratugi. Samkomulagið batt enda á styrjöld milli súdanskra araba í norðuhluta landsins og kristinna súdana í suðri. Talið er ein og hálf miljón manna hafi týnt lífi í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×