Innlent

Erró opnar sýningu á morgun

Íslenski málarinn Erró heldur í fyrsta skipti sýningu á teikningum sínum hér á landi allt frá því hann var tólf ára til dagsins í dag. Hann segir þær alla tíð hafa verið mikið feimnismál og hann hafi langt í frá verið talinn besti teiknarinn þegar hann var að læra. Hann verður áttræður á næsta ári og segist ekki taka það í mál að setjast í helgan stein.

Teikningarnar eru allt frá 1944 til dagsins í dag og verða sýndar í Listasafni Reykjavíkur. Í fyrra litu þær dagsins ljós í fyrsta skipti í St etienne í Frakklandi.

Erró teiknar öll sín verk áður en hann málar þau en segist þó aldrei hafa verið besti teiknarinn í myndlista- og handíðaskólanum.

Hann ólst upp á Kirkjubæjarklaustri og byrjaði snemma að teikna. Erró segir stríðið hafði haft mikil áhrif á sig.

Erró verður áttræður á næsta ári og hann segir heilsuna enn góða. Hann hefur verið afkastamikill málari og eftir hann liggja fjölmörg verk.

Sýning Errós verður opnuð á morgun klukkan fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×