Innlent

Mannekla á frístundaheimilum

Börn. Mynd úr safni.
Börn. Mynd úr safni. Fréttablaðið/Heiða
Rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu reykvísk börn hafa enn ekki fengið pláss á frístundaheimilum, en ellefu dagar eru síðan skólahald hófst. Allt kapp lagt á að manna stöður svo börnin komist að segir formaður íþrótta og tómstundaráðs.

Þrjúþúsund þrjúhundruð og fjörutíu umsóknir bárust ÍTR og hafa því tvöþúsund níuhundruð áttatíu og sex börn nú þegar fengið pláss. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta og tómstundaráðs, segir að erfiðlega hafi gengið að ráða í störf á frístundaheimilunum en að reynslan sýni að þetta muni leysast á næstu tveimur til þremur vikum.

Mest áhersla er lögð á að fyrstu bekkingar komist að og eins þau börn sem eru með sérstakan stuðning og þurfa meira utanumhald. Eva skilur vel að foreldrar sé orðnir óþreyjufullir og hvetur þá sem hafa áhuga að drífa sig í að sækja um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×