Erlent

Skar höfuðið af eiginkonu sinni en fær að verja sig sjálfur

Muzzamil Hassan skar höfuðið af eiginkonu sinni.
Muzzamil Hassan skar höfuðið af eiginkonu sinni. (AP)
Fyrrverandi yfirmaður múslímskrar sjónvarpstöðvar í New York skar höfuðið af eiginkonu sinni. Dómari gaf honum í vikunni leyfi til að verja sig sjálfur í réttarhöldunum.

Maðurinn, Muzzamil Hassan, stofnaði, ásamt eiginkonu sinni, sjónvarpsstöðina Bridges TV. Stöðin átti að hjálpa málstað múslíma eftir atburðina 11 september og draga upp jákvæðari mynd af þeim.

Hjónabandserjur settu þó strik í reikninginn og þegar eiginkona Hassan fór fram á skilnað urðu deilurnar alvarlegri og fór að bera á morðhótunum. Saksóknarinn í málinu Elizabet DiPirro segir eiginkonuna, Aasiya Hassan, hafa viljað halda áfram í skilnaðarferlinu „...þrátt fyrir þann möguleika að soðið gæti upp úr."

Grundvöllur skilnaðarkröfunnar var fjöldi tilvika þar sem Aasiya hafði orðið fyrir ofbeldi, grimmri og ómannúðlegri meðferð. Á endanum stakk Muzzamil eiginkonu sína til bana og skar af henni höfuðið.

Það hefur svo vakið mikla athygli í Bandaríkjunum að Muzzamil fór fram á að verja sig sjálfur. Dómarinn féllst loks á kröfuna en Muzzamil hefur átt í deilum við lögfræðing sinn síðan réttarhöldin hófust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×