Erlent

Sjö ára ökumaður vildi hitta pabba sinn

Detroit. Drengurinn vildi hitta föður sinn og ók bíl stjúpföður síns 32 kílómetra.
Detroit. Drengurinn vildi hitta föður sinn og ók bíl stjúpföður síns 32 kílómetra.
Lögreglumenn í Detroit í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvernig sjö ára gamall drengur náði að keyra bíl stjúpföður síns 32 kílómetra. Drengurinn náði mest 80 kílómetra hraða þegar að lögreglumenn veittu honum eftirför.

Ungi ökumaðurinn var berfættur og klæddur í náttföt þegar lögreglumenn sáu hann keyra um í borginni. Bíllinn sem drengurinn ók var af gerðinni Pontiac Sunfire.

Þótt ótrúlegt sé slasaðist enginn í eltingaleiknum en þegar hann stöðvaði bílinn á endanum var hann grátandi í bílstjórasætinu. Hann tjáði lögreglumönnum að hann vildi fara heim til pabba síns.

Móðir drengsins var sofandi þegar hann tók bílinn og stjúpfaðir hans var ekki heima. Lögreglan beinir nú spjótum sínum í rannsókn málsins hver það var sem kenndi honum að keyra bíl, því hann virtist vita alveg hvernig ætti að keyra bifreiðina.

Talsmaður lögreglunnar segir að drengurinn sé sá yngsti hafi verið tekinn undir stýri í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×